fbpx

Ratsjáin verður í boði á Norðurlandi eystra vorið 2020 og er umsóknarfrestur til og með 10. febrúar.

Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki?

Viltu gera enn betur?

Ratsjáin er sex vikna svæðisbundið þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja gera enn betur. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið.

Ratsjáin verður í boði á Norðurlandi eystra vorið 2020 og er umsóknarfrestur til og með 10. febrúar.

Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem taka þátt í Ratsjánni fá einstakt tækifæri til nýta sér ýtarlegt greiningatól sem metur stöðu fyrirtækisins með áherslu á nýsköpunargetu og markaðsmál þess. Þetta er eins konar heilsufarsskoðun sem gefur stjórnendum heildræna sín á öllum ferlum fyrirtækisins.Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og er unnið með stuðningi af Byggðaáætlun.

Öll starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga kost á að sækja um uppfylli þau umsóknarkröfur, en allt að 8 fyrirtæki eru tekin inn í hvert skipti.  Ekki verða valin til þátttöku fyrirtæki sem eru í beinni, staðbundinni samkeppni hvert við annað. Fyrirtækin sem koma til greina vinna þegar á heilsársgrundvelli eða stefna að heilsársstarfssemi og velta að lágmarki 30 milljónum á ári síðustu 2 ár.

 

Sækja um hér

 

Allar nánari upplýsingar veita:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is

Selma Dögg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9434, mail: selma@nmi.is